Spennandi og fjölbreytt leikskólakerfi
Karellen kerfið
Karellen leikskólakerfið er sniðið að þörfum leikskóla á Íslandi og hannað í samráði við fagfólk leikskóla. Lögð er áhersla á að greina þarfir leikskólans og aðstandenda í nútíma samfélagi og hvernig nýta má kerfið til að efla samskipti milli skóla og heimila.
Árið 2018 varð Karellen kerfið hluti af InfoMentor sem á og rekur Mentor kerfið fyrir grunnskóla. Karellen leikskólakerfið er heildarlausn fyrir leikskóla en það felur í sér viðamikið vefkerfi, hagnýtt app fyrir aðstandendur og kennara, vefsíður fyrir leikskóla, gjaldakerfi og innritunarkerfi. Þá hefur Karellen kerfið einnig verið þróað fyrir Frístund. InfoMentor er alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett er á Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi.
App fyrir aðstandendur og kennara
Appið er sá hluti kerfisins sem er í hvað mestri daglegri notkun. Smávægilegur munur er á virkni appsins fyrir aðstandendur og starfsfólk. Appið er einfalt og þægilegt í notkun og aðstandendur geta stillt að fá áminningar um nýjar skráningar.
Appið er bæði til fyrir Android og iOS stýrikerfi og er aðgengilegt í Google Playstore og Appstore.
- Skrá fjarveru barnsins í einn eða fleiri daga
- Tilkynningar sem skólinn sendir á eina eða fleiri deildir
- Daglegar athafnir veita góða innsýn í líðan og atferli barnsins á skólatíma
- Skilaboð til starfsfólks býður upp á bein samskipti við kennara barnsins með skilaboðum í appinu
- Mæting sýnir viðveru barnsins í hverjum mánuði
- Myndir veita aðgang að myndum og myndskeiðum sem teknar eru af barninu á skólatíma
- Dagatalið sýnir alla viðburði skólans
- Matseðill sýnir máltíðir vikunnar
- Senda tilkynningar til aðstandenda nemenda á einni eða fleiri deildum
- Skrá mætingu nemenda
- Skrá hversu vel börnin borða og hversu lengi þau sofa
- Taka myndir og myndskeið og merkja nemendum, sem gerir þær aðgengilegar aðstandendum
- Skrá ýmis verkefni sem nemendur vinna ein eða í hóp
- Samskipti við aðstandendur með skilaboðum eða símtali
- Dagatal sýnir þá viðburði á döfinni í skólanum
- Bráðaupplýsingar veitir starfsfólki nánari upplýsingar um nemendur, eins og heilsufar, ofnæmi o.fl.
Karellen vefkerfið
Karellen vefkerfið er einkum notað af skólastjórnendum, fulltrúum sveitarfélaga sem sjá um leikskólatengd málefni og rekstraraðilum. Þá hafa aðstandendur einnig aðgang að vefkerfinu, en appið nýtist þeim betur fyrir daglega notkun.
Vefkerfið felur í sér allt utan um hald og helstu grunnupplýsingar um skólann, nemendur, aðstandendur og starfsmenn. Einnig daglega starfsemi skólans, athafnir nemenda og margt fleira því tengt.
Víðtæk tölfræði gefur stjórnendum, sveitarfélögum og rekstraraðilum góða yfirsýn yfir rekstur skólans, samsetningu nemenda- og starfsmannahópa, o.fl. er lýtur að rekstrinum.
Gjalda- og innritunarkerfin
Flestir skólar nýta sér gjalda- og innritunarkerfin sem eru viðbótareiningar við grunnkerfið.
Gjaldakerfið reiknar sjálfkrafa út dvalargjöld nemenda miðað við uppsetta gjaldskrá og skráðan dvalartíma nemenda. Skýrslur veita sundurliðaðar upplýsingar um allt er tengist gjöldunum og skilagrein sem er notuð til innflutnings gjalda í helstu bókhaldskerfi, eins og t.d. Navision og DK.
Innritunarkerfið tengist kerfinu í gegnum íbúagátt eða heimasíðu skólans þaðan sem aðstandendur senda inn umsóknir um leikskólapláss og þannig berast þær jafnóðum inn í kerfið. Með innritunarkerfinu geta skólar t.d. flokkað umsóknir á bið, samþykkt þær eða hafnað. Kerfið býður einnig upp á starfsumsóknir.
Heimasíður leikskóla
Langflestir Karellen skólar nota einnig sérstakar Karellen heimasíður. Þær eru þeim eiginleikum búnar að birta sjálfkrafa ákveðnar upplýsingar úr vefkerfinu. Val er um að birta upplýsingar um matseðil skólans, skóladagatal, myndir og starfsfólk á heimasíðunni, sem teknar eru sjálfkrafa úr vefkerfinu.
Skólarnir nýta heimsíðurnar fyrir reglulegar fréttir úr skólastarfinu ásamt ýmsum upplýsingum um starfsemina, stefnur og áætlanir, svo eitthvað sé nefnt. Nokkur sniðmát, sem stýra uppsetningu og útliti eru í boði.