Fyrsta sinnar tegundar

Þegar ákveðið var að smíða kerfið var niðurstaðan sú að svara þörfum leikskóla á Íslandi og um leið að vera fyrsta kerfið sinnar

tegundar í heiminum til að bjóða slíkan heildarpakka fyrir leikskóla. Við erum gífurlega ánægð með niðurstöðuna. 

Hannað með fagfólki

Kerfið er hannað í samráði við stóran hóp leikskólafólks þar sem farið var í þaula yfir þarfir leikskóla í nútíma samfélagi.
Kannað var hvar hægt er að láta tæknina vinna fyrir sig til þess að veita betri þjónustu við foreldra og auka yfirsýn í starfinu.

Skilaboð

Foreldar geta nú á einfaldan hátt sent skilaboð til starfsfólks deildar barnsins til dæmis með upplýsingum um barnið þeirra; allt frá því að börnin séu sein fyrir yfir í spurningar um skólastarfið. Á sama hátt hefur kennari möguleika á að senda skilaboð á hópa eða einstaka forráðamenn innan kerfisins.

Forráðamenn

Áhersla er lögð á upplýsingaflæði til forráðamanna. Hvort sem það varðar upplýsingar um námsframvindu, skólastarfið,  myndir eða skilaboð þá býður þetta kerfi upp á að nálgast forráðamenn á annan hátt en áður hefur verið boðið upp á. Yfirsýni forráðamanna verður því betri en áður hefur þekkst.

Dagatal

Í dagatalinu er hægt að setja inn alla viðburði í skólastarfinu. Þannig er á einfaldan hátt hægt að deila starfinu með forráðamönnum og starfsmönnum.

Mætingarskráningar

Í kerfinu er hægt að halda utanum alla mætingu nemenda ásamt því að það er boðið upp á að skrá viðveru starfsmanna, veikindi, frí og annað. Í appinu geta bæði forráðamenn og starfmenn skráð fjarveru nemenda. Starfsfólk hefur góða yfirsýn yfir mætingar dagsins. 

Myndir

Þegar foreldrar eru spurðir hvað þeim finnst mikilvægast í kerfi sem þessu þá eru myndirnar efstar á blaði. Við geymum því allar myndir sem teknar eru í fullum gæðum og deilum þeim með foreldrum barns/barna sem merkt eru á myndina um leið og þær eru settar inn. Foreldrar geta sótt allar myndir af sínu barni meðan á skólagöngu stendur eða við lok skólagöngu í samráði við leikskólann en leikskólar þurfa að hafa opið á þann möguleika til að aðgerðin sé virk. 

Vefsíðustjórnun

Vefsíðu leikskólans er stjórnað beint úr kerfinu og það er hægt að velja úr fallegum og notendavænum vefsíðum sem taka upplýsingar beint úr kerfinu. Einnig er einfalt að skrifa fréttir og koma öðru efni inn á síðuna.

Karellen Appið

Appið er aðgengilegt á bæði iOS og Android stýrikerfi. Hægt er að nálgast appið á Apple Store og í Google Play.