Karellen Appið

Appið er aðgengilegt bæði í App Store og í Google Play.

Ólíkt viðmót og virkni milli notendahópa

App fyrir kennara 

Appið nýtist starfsmönnum sem flýtileið í öllum helstu daglegu skráningum t.d. viðveru barna, svefntíma og matartíma auk mynda af starfinu og skilaboða til foreldra

App fyrir foreldra

Foreldrar fá aðgang að helstu upplýsingum varðandi barnið sitt. Skilaboð, fjarveruskráning, dagatal, matar- og svefntíma barnsins auk þess sem myndir berast strax frá skólanum

Mæting

Kennari getur skráð komu og brottfarartíma barns á degi hverjum. Þær upplýsingar skila sér strax inn í kerfið og eru aðgengilegar öðrum. Foreldrar skrá börn veik eða með leyfi að kvöldi og kennari sér þá skráningu að morgni. 

Samskipti - skilaboð

Skilaboð berast strax til réttra aðila. Kennari skráir skilaboð sem berast samstundis í appið í síma foreldra. Á sama hátt getur foreldri látið kennara strax vita um mikilvæg atriði sem þurfa að skila sér hratt á áfangastað. 

Dagatal

Dagatalið sýnir þá viðburði sem hafa verið skráðir í vefkerfið. Þannig gefst foreldrum tækifæri á að skipuleggja tíma sinn í takti við dagskrána í skólanum. Starfsfólk sér á sama hátt viðburðadagskrána sem er framundan. 

Myndir

Myndir sem merktar eru barninu birtast í appi foreldra og geta foreldrar valið að fá tilkynningu þegar mynd berst. Þannig fá foreldrar yfirsýn yfir starfið í skólanum og geta fylgst með skólastarfinu

Samskipti - Upplýsingar um aðstandendur

Kennarar smella á nafn barnsins og fá aðgang að nöfnum og símanúmerum aðstandenda og geta hringt með því að smella á númerið. Óþarfi er því að fara í möppu eða tölvu til að finna símanúmer aðstandanda barns þegar á þarf að halda. 

Myndavél

Kennarar geta tekið myndir af starfinu og merkt þær nemendum í appinu sjálfu. Merkt mynd er vistuð á vefþjóni en hún er einnig send í app foreldra. 

Matseðill

Matseðill skólans birtist í appi foreldra og kennara. Þar er hægt að sjá vikumatseðil skólans hverju sinni. 

Daglegar athafnir

Foreldrar geta séð lista yfir skilaboð, myndir og skráningu t.d. máltíða og svefns í tímaröð með því að skoða söguna í daglegum athöfnum í appinu. 

App skjámyndir