Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefna þessi nær til appsins Karellen. Við notumst eingöngu við upplýsingar til þess að bæta þjónustu appsins eða veflausnar í heild. Með því að skrá sig inn í þjónustuna lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið og skilið þessa liði.
Aðgangur og Notkun
Í appinu eru tvær tegundir af notendum sem skrá sig inn, foreldrar og starfsmenn leikskóla.
Foreldrar: Sækja um eftir formlegum leiðum hvers leikskóla fyrir sig.
- Upplýsingar í appi um notanda: Netfang, kennitala og dulkóðuð lykilorð.
- Textaskilaboð: Samskipti milli foreldris og leikskólans um barnið.
- Veikindi: Foreldrar tilkynna veikindi barna sinna í gegnum appið.
- Myndir: Foreldrar fá tilkynningar um myndir sem taggaðar eru af sínu barni og geta skoðað þær.
- Skoða upplýsingar: Foreldrar geta skoðað þær upplýsingar sem kennarar setja inn um barnið sitt.
Starfsmenn leikskóla: eru stofnaðir í kerfinu sjálfu af stjórnendum hvers leikskóla fyrir sig.
- Upplýsingar í appi um notanda: Netfang, kennitala og dulkóðuð lykilorð.
- Textaskilaboð: Samskipti milli þessa foreldra og leikskóla skráðra barna.
- Myndavél: Kennarar geta sett in myndir beint í appið og taggað börnin.
- Mæting: Kennarar skrá þegar krakkar mæta og fara.
- Svefn: Skráð hversu lengi barnið svaf.
- Máltíð: Skráð hvað barnið borðaði.
Söfnun Upplýsinga í Appinu
Aðgangur að myndavél á síma
Kennarar hafa þann möguleika á að taka myndir í gegnum Android og iOS öppin og merkja við ("tagga") hvaða börn koma fyrir á myndinni. Myndavélin er aðeins notuð í ofangreindum tilgangi.
Engar myndir eru sendar úr síma kennara nema kennarinn hafi sérstaklega samþykkt að myndin sé í lagi og að hún eigi að vera send (með því að smella á hnapp merktur "Senda/Send/Upload" eða álíka). Kennarar hafa líka þann möguleika á að velja og hlaða upp valdar myndir sem þegar eru til staðar á símanum.
Skráningar á villumeldingum
Af og til geta komið upp villumeldingar (e. errors/exceptions/crashes) við notkun á öppunum. Villumeldingar eru skráðar og sjálkrafa sendar til Premis í þeim tilgangi að hjálpa forriturum að greina villurnar og lagfæra þær.
Eftirfarandi upplýsingar geta komið fyrir í sendum villumeldingum:
- Helstu upplýsingar um það stýrikerfi sem appið er keyrt á. Meðal þeirra eru:
- Útgáfunúmer (e. version number)
- Tegund símtækis
- IP-tala notanda
- Öll þau gögn sem Karellen hefur sent appinu yfir vefþjónustuna, og öll þau gögn sem appið hefur sent Karellen yfir vefþjónustuna.
- Öll viðtekin "push notifications."
- Upplýsingar um þær aðgerðir sem notandi hefur framkvæmt í appinu áður en villumeldingin átti sér stað. Aðgerðir eru skilgreindar sem hnappasmell/touches, swipes, lyklaborðsskriftir á meðan appið er í forgrunni, og hvaða skjámynd er sýnileg notanda hverju sinni.
Villumeldingar eru aldrei sendar til þriðja aðila né geymdar á vefþjóni þriðja aðila.
Samskipti við Þrjðja Aðila
Karellen notast við Google Firebase Cloud Messaging og Apple Push Notification Service til að senda tilkynningar (e. notifications) í síma þeirra sem nota Karellen Android og iOS öppin.
Persónuupplýsingar geta komið fyrir í þeim tilkynningum sem við sendum og fara þessar upplýsingar í gegnum ofangreindu þriðja aðila.
Til forráðamanna:
- Full nöfn þeirra leikskólanemenda sem forráðamaður hefur umsjá yfir.
- Fullt nafn þann leikskólastarfsmanns sem sendir tilkynninguna.
- Hlekkir á myndir, m.a. af börnum.
Til kennara:
- Full nöfn allra forráðamanna sem hafa skráð börn í þeim leikskóla sem kennarinn starfar við, og nöfn allra barna í þeim leikskóla.
Breytingar á Persónuverndarstefnu
Þessi persúniverndarstefna gildir með tilliti til breytinga á ákvæðum í framtíðinni. Allar breytingar munu taka gildi strax eftir að hafa verið birtar á þessari síðu.
Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra eða breyta persónuverndarstefnu okkar hvenær sem er og er það á ábyrgð notanda að athuga þessa stefnu reglulega. Áframhaldandi notkun á þjónustunni eftir að birt breyting á sér stað telst sem samþykki á nýjum reglum.
Ef verulegar breytingar eiga sér stað á þessari persónuverndarstefnu munum við tilkynna það með því að senda póst eða tilkynna það á áberandi hátt á vef okkar.
Ef þú hefur eitthverjar spurningar varðandi persúniverndarstefnuna skaltu hafa samband við okkur.
Síðast uppfært: 11. október 2017